Jólakveðja Arnar Magnússonar, Rauði fiskur Rúnu og Vegur allrar veraldar/rýni

Víðsjá - En podkast av RÚV

Podcast artwork

Kategorier:

Í jólabókaflóðinu þetta árið er að finna bók fyrir allra yngstu lesendurna sem er algjör perla. Bók sem kom fyrst út árið 1972 en hefur nú verið endurútgefin, Rauði fiskurinn eftir Rúnu. Á löngum og fjölbreyttum ferli hefur myndsköpun Rúnu fundið sér farveg innan leirlistar, bókskreytinga, málverks og hönnunar. Rúna er fædd í nóvember árið 1926 svo hún verður hundrað ára á næsta ári, en hún flutti nýverið á Hrafnistu í Hafnarfirði þangað sem Víðsjá heimsótti hana. Fyrir hver jól, frá því að hann tók við tónlistarstjórn í Breiðholtskirkju fyrir 14 árum, hefur Örn Magnússon útsett jólalög úr íslenskum tónlistararfi fyrir kór Breiðholtskirkju, hljóðfæraleikara og einsöngvara. Nú eru þessi jólalög komin út á plötu og við báðum Örn um að líta við í hljóðstofu og segja okkur nánar af tilkomu hennar. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Veg allrar veraldar eftir Sigríði Hagalín