Eva H. Önnudóttir, Jón Ólafsson og Eva Marín Hlynsdóttir

Vikulokin - En podkast av RÚV - Lørdager

Gestir Vikulokanna eru þau Eva H. Önnudóttir, Jón Ólafsson og Eva Marín Hlynsdóttir. Þau starfa öll sem prófessorar við Háskóla Íslands. Rætt er við þau um komandi Alþingiskosningar, kosningabaráttuna hingað til, um hvaða mál er kosið, rýnt í þýðingu skoðanakannana og spáð í spilin um mögulegar stjórnarmyndanir eftir kosningar. Einnig var rætt um íbúakosningu um mölunarverksmiðju þýska fyrirtækisins Heidelberg í Ölfusi. Kosningin hefst mánudaginn 25. nóvember og stendur til 9. desember. Þriðja umræðuefnið er eldgosið sem hófst á Reykjanesi í vikunni og hin fordæmalausa staða Grindavíkur sem bæjarfélags síðastliðið ár. Spilað er viðtal við Grindvíkinginn og körfuboltakappann fyrrverandi, Pál Axel Vilbergsson, þar sem hann ræðir um líf sitt og fjölskyldu hans frá því eldsumbrotin hófust í nóvember í fyrra og þau þurftu að yfirgefa heimili sitt. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason