Bjartmar Oddur, Heimir Már, Jóhannes Kr. og Margrét Marteins

Vikulokin - En podkast av RÚV - Lørdager

Handhafar Blaðamannaverðlaunanna 2023 eru gestir þáttarins. Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson, Heimildinni, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Reykjavík Media, sem fékk umfjöllun ársins. Margrét Marteinsdóttir, Heimildinni, sem tók viðtal ársins og Heimir Már Pétursson, fréttastofu Stöðvar 2 Vísis og Bylgjunnar, blaðamaður ársins. Þau ræða við Sunnu Valgerðardóttur um málin sem þau hlutu viðurkenningu fyrir, stöðu blaðamennsku í dag og líta aðeins um öxl. Tæknimaður þáttarins er Jón Þór Helgason.