Arndís Anna, Orri Páll, Jakob Frímann
Vikulokin - En podkast av RÚV - Lørdager
Kategorier:
Gestir Vikulokanna voru Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vg, og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins. Rætt var um þingsetningu í vikunni, bakslag í viðhorfum gagnvart hinsegin fólki og hatramma umræðu um kynfræðslu í grunnskólum, mörk hatursorðræðu og tjáningarfrelsis, tímabundna stöðvun hvalveiða vegna brota á skilyrðum fyrir áframhaldandi veiðum, og fjárlög. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Davíð Berndsen