Staðan í Sjálfstæðisflokknum, friðarverðlaun og átök í Brussel
Spegillinn - En podkast av RÚV
Kategorier:
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í dag, skyndilega eða ekki, um stöðu ríkisstjórnarinnar og næstu skref. Það kvað við svolítið nýjan tón eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem ráðherrar virtust ekki útiloka að kosningar væru handan við hornið. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir stöðuna. Það eru víða átök en í Brussel hafa menn tekist á um ræðu Victors Orbans, forsætisráðherra Ungverjalands. Björn Malmquist rekur þessu átök. Það eru hins vegar öllu meiri friður yfir Gísla Kristjánssyni sem útskýrir hvaða japönsku samtök fengu friðarverðlaun Nóbels í dag.