Hægt að bjóða fram til 30.október. Harris reynir að sækja atkvæði til svartra karla. Líffræðilegur fjölbreytileiki hnignar.
Spegillinn - En podkast av RÚV
Kategorier:
Það verður kosið 30. nóvember eftir að forseti Íslands féllst á beiðni forsætisráðherra um þingrof. Þetta er sú tímalína sem Landskjörstjórn hefur unnið með og þetta þýðir að flokkarnir hafa tíma til 30. október til að skila inn framboðslistum. Það verður víðar kosið í nóvember en á Íslandi, til að mynda í Bandaríkjunum þar sem baráttan harðnar með hverjum degi. Kamala Harris reynir nú að sækja atkvæði til svartra karla með misjöfnum árangri. Og líffræðilegur fjölbreytileiki jarðar hnignar, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins og Dýrafræðifélags Lundúnaborgar.