Míkilvægi uppljóstrara. Fólk sem býr eitt.

Spegillinn - Hlaðvarp - En podkast av RÚV

Peningaþvætti Danske Bank er dæmi um mál, sem tæplega hefði komist upp án uppljóstrara, sakamálarannsókn tekur tíma og að jafnvel þegar fyrirtæki fá óháða aðila til rannsókna á starfsemi sinni er útkoman ekki alltaf afdráttarlaus. Sigrún Davíðsdóttir. „Það er eins og það sé ekki alveg litið á þetta sem alvöru heimili og svolítið horft á þetta sem tímabundið ástand þangað til ég finn mér nú mann og byrja að búa,“ þetta segir kona sem býr ein. Spegillinn hefur síðustu daga fjallað um stöðu einbúa. Í fyrri pistli ræddu þau Bjargey Anna Guðbrandsdóttir, Sighvatur Ívarsson, Jón Arnar Magnússon og Elín Björg Ragnarsdóttir um óhagræðið sem getur falist í því að reka heimili fyrir einn. JHér ræða þau félagslegu og andlegu hliðina. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn en það getur líka verið einmanalegt og fólki sem býr eitt finnst fjölskyldusamfélagið Ísland stundum ekki gera ráð fyrir sér. Arnhildur Hálfdánardóttir.