Mikill meirihluti Íslendinga telur kjör aldraðra slæm
Spegillinn - Hlaðvarp - En podkast av RÚV
Kategorier:
Mikill meirihluti Íslendinga telur að lífskjör aldraða hér á landi séu slæm. Þetta kemur fram í nýrri samevrópskri viðhorfskönnun. Afstaða Íslendinga er á skjön við afstöðu annars staðar á norðurlöndunum. Mikill meirihluti almennings hér á landi telur að stjórnvöld beri mikla ábyrgð á lífsgæðum aldraðra. Arnar Páll Hauksson talar við Sigrúnu Ólafsdóttur. Viðhorf fólks til vinnu eru að breytast, segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, yngra fólk vilji ekki verða þrælar vinnunnar. Íslendingar hafi löngum skorið sig frá nágrannaþjóðum í því að setja samasemmerki milli þess að vinna mikið og vera duglegur. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Guðbjörgu. Alþjóðlegur rannsóknarhópur fræðimanna með viðamikla þekkingu á fleygrúnum, efnafræði matvæla og matvælasögu, hefur unnið að endurgerð elstu mataruppskrifta veraldar. Matargerðarlistin hefur ekki breyst svo mikið í fjögur þúsund ár. Pálmi Jónasson segir frá.