Kjaraviðræður. Fordæmaleysi veðurs. Listaverkarán.
Spegillinn - Hlaðvarp - En podkast av RÚV
Kategorier:
Formaður Sameykis segir að ef ekkert gangi í kjaraviðræðum fljótlega eftir áramót muni félagsmenn hefja undirbúning aðgerða sem gæti endað með verkföllum. Viðræður við opinbera starfsmenn hafa staðið yfir í 9 mánuði og ljóst að þær munu dragast fram á næsta ár. Arnar Páll Hauksson ræðir við Árna Stefán Jónson, Önnu Maríu Frímannsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur. Fárviðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku afhjúpaði veikleika í innviðum en líka hversu berskjölduð við erum gagnvart náttúruöflunum. Síðustu daga hefur svo verið talað um fordæmalaust rafmagnsleysi, fordæmalausan hrossadauða - en var veðrið sjálft fordæmalaust og má að einhverju leyti rekja það til loftslagsbreytinga? Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðing. Fyrir fjörutíu árum rændu þjófar fimm afar verðmætum listaverkum úr safni í Austur-Þýskalandi. Nú er loks búið að endurheimta verkin, þökk sé borgarstjóranum á staðnum. Margt er þó enn á huldu um þennan stærsta og dularfyllsta listaverkaþjófnað í sögu Austur-Þýskalands. Pálmi Jónasson.