Bankasala, Brexit og símasala

Spegillinn - Hlaðvarp - En podkast av RÚV

Ríkið er svo gott sem eini eigandi Landsbankans og á Íslandsbanka að fullu. Fyrir nokkrum vikum sagði fjármálaráðherra að hann vænti þess að fljótlega kæmi tillaga frá Bankasýslu ríkisins sem fer með eignarhluti ríkisins um sölu þeirra. Í dag var sérstök umræða á þingi að ósk Oddnýjar Harðardóttur, Samfylkingu um sölu á hlut ríkisins í bönkunum og henni finnst ekki komið að því að selja. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Gylfa Magnússon. Laugardagurinn var enn einn dagurinn þegar stefndi í að Brexit-línurnar skýrðust þar sem breska þingið átti að greiða atkvæði um útgöngusamning bresku stjórnarinnar við Evrópusambandið. Það fór þó á annan veg. Þegar viðbótartillaga, lögð fram í trássi við stjórnina, um að fresta gildistöku samningsins þar til öll önnur lög varðandi útgöngu væru samþykkt, ákvað forsætisráðherra að samningurinn yrði ekki borin undir þingið þann dag. Þá virtist stjórnin stefna á atkvæðagreiðslu í dag. Sigrún Davíðsdóttir, þú hefur fylgst með framvindunni í dag, engin atkvæðagreiðsla um útgöngusamninginn eða hvað? Anna Kristín ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hvetur almenning til þess að gefa alls ekki upp kreditkortanúmer í símasölu eða símasöfnunum, biðja sölufólk um að senda sér tölvupóst ef það vill kaupa eða styrkja, eða styrkja beint í gegnum heimasíðu viðkomandi. Kristján Sigurjónsson talar við Brynhildi Pétursdóttur.