Útihátíðir í Húsafelli og í Atlavík
Sögur af landi - En podkast av RÚV
Kategorier:
Það er komið sumar og sumrinu fylgja tjaldútilegur og ferðalög og margir vita ekkert skemmtilegra en að taka þátt í útihátíðum. Og útihátíðir eru sannarlega ekki nýjar af nálinni. Við rifjum upp tvær sögufrægar útihátíðir. Húsafellsmótin voru haldin á vegum Ungmennasambands Borgarfjarðar í nokkur ár og frægasta hátíðin var árið 1969. Þá voru Íslendingar um tvö hundruð þúsund og talið er að um tuttugu þúsund manns hafi verið á þessari einu hátíð. Við hittum Þorvald Jónsson sem þekkti vel til þessara samkoma. Svo höldum við yfir landið og í Atlavík á Hallormsstað. Þar voru frægar útisamkomur á sjöunda og níunda áratugnum og margir muna líklega eftir því þegar bítillinn Ringo Starr spilaði þar með Stuðmönnum árið 1984. Magnús Stefánsson segir frá hátíðinni í Atlavík og komu Ringo Starr. Efni í þáttinn unnu Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.