Sumar: Sprenging í vita, kímniskáldið Káinn og togarinn Clyne Castle
Sögur af landi - En podkast av RÚV
Kategorier:
Þá er komið að níunda og síðasta þættinum í sumarþáttaröð Sagna af landi, þar sem flutt hafa verið valin innslög frá liðnum vetri fyrir ykkur hlustendur að njóta í sumar. Við rifjum fyrst upp frásögn Óskars Þráins Finnssonar á Ólafsfirði þegar hann segir frá slysi sem hann varð fyrir þegar hann starfaði sem vitavörður. Heyrum einnig sagnfræðinginn Jón Hjaltason segja frá akureyríska kímniskáldinu Káinn. Að lokum er rætt við Ólafíu Herborgu Jóhannsdóttur um merkilega sögu strandaða togarans Clyne Castle. Viðmælendur í þættinum voru Óskar Þráinn Finnsson, Jón Hjaltason og Ólafía Herborg Jóhannsdóttir. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.