Sumar: Bjössaróló, Stella í Heydal og Örlygur Hnefill og Eurovision
Sögur af landi - En podkast av RÚV
Kategorier:
Í þessum fimmta sumarþætti Sagna af landi hittum við fólk sem hefur ráðist í nokkuð sérstök verkefni. Við höldum í Borgarnes og hittum Ríkharð Mýrdal Harðarson sem fer nú fyrir endurbótum á hinum þekkta Bjössaróló. Þá hittum við Stellu Guðmundsdóttur, ferðaþjónustubónda, sem hefur staðið vaktin í Heydal í Ísafjarðardjúpi í um 20 ár. Og að lokum höldum við til Húsavíkur þar sem Örlygur Hnefill segir okkur frá Eurovisionsafninu og -ævintýrinu mikla. Efni í þáttinn unnu: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Halla Ólafsdóttir og Óðinn Svan Óðinsson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.