Söguskilti um Jón lærða, framtíðin í Reykhólahreppi og Edinborgarhúsið

Sögur af landi - En podkast av RÚV

Við verðum að mestu á Vestfjörðum í þætti dagsins. Heyrum af framtíðarsýn ungmenna í Reykhólahreppi, það eru þau Kristján Steinn Guðmundsson fulltrúi í ungmennaráðinu og Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi sem segja frá. Við fræðumst líka um starfsemi Edinborgarhússins á Ísafirði þegar Ingi Björn Guðnason leiðir okkur um húsið. En við byrjum hins vegar á Austurlandi. Þar fræðumst við um verkefni sem Rótarýklúbbur Héraðsbúa hefur staðið að, sem er að setja upp söguskilti nærri búsetustöðum Jóns lærða á Austurlandi, til minningar um sögu hans og verk. Það er Stefán Þórarinsson fyrrverandi læknir á Egilsstöðum sem segir frá. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir