Rjómabúið á Baugsstöðum, kraftlyftingakona og Muggstofa
Sögur af landi - En podkast av RÚV
Kategorier:
Í þættinum verður rifjuð upp saga Rjómabúsins á Baugsstöðum. Rjómabúið er staðsett nálægt Stokkseyri og er það eina í landinu sem stendur eftir með öllum búnaði. Það er Lýður Pálsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga sem segir sögu rjómabúsins. Því næst er ferðinni heitið í Borgarnes þar sem rætt er við kraftlyftingakonuna Alexandreu Rán Guðnýjardóttur, sem fyrir skemmstu vann Norðurlandatitil unglinga í bekkpressu. Að lokum heimsækjum við samfélagsmiðstöðina Muggstofu sem nýlega opnaði á Bíldudal. Guðríður Hlín Helgadóttir forstöðukona Muggstofu segir frá starfseminni. Efni í þáttinn unnu: Gígja Hólmgeirsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir