Ólafarhús og Litla garðyrkjustöðin
Sögur af landi - En podkast av RÚV
Kategorier:
Sögur af landi snúa aftur eftir sumarfrí. Í þættinum fræðumst við um Ólafarhús á Hlöðum í Hörgársveit, en þar bjó ljósmóðirin og skáldkonan Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum. Áform eru uppi um að endurgera Ólafarhús en að verkefninu standa nokkur systkini sem ólust upp á bænum. Þar fer fremst í flokki Guðrún Stefánsdóttir, sem er elst þessara systkina. Við heyrum líka af Litlu garðyrkjustöðinni sem starfrækt er í bakgarði á Akureyri. Það eru hjónin Sigrún Héðinsdóttir og Jóhann Thorarenssen sem reka stöðina og rækta þar grænmeti, ávexti og hinar ýmsu kryddjurtir. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.