Minning um móður og raunir línumanna veturinn 1977

Sögur af landi - En podkast av RÚV

Í þessum síðasta þætti ársins heyrum við lífssögu hvunndagshetjunnar Steinunnar Sveinsdóttur, sem bjó mestan hluta ævi sinnar á Varmá í Hveragerði. Steinunn hefði orðið 100 ára þann 3. júlí 2020 og af því tilefni gáfu afkomendur hennar Hveragerðisbæ bekk til minningar um ættmóðurina. Bekknum var komið upp á þeirri leið sem Steinunn gekk alltaf til vinnu sinnar. Það er Pálína Sigurjónsdóttir sem segir sögu móður sinnar. Í lok þáttar er fjallað um erfiða leiðangra línumanna hjá RARIK á Stuðlaheiði snemma árs 1977. Rætt er við Baldur Pálsson sem upplifði atburðina og hefur skrifað um þá í fjórðungsritið Múlaþing. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir