Hús og fólk á Eyrinni, handverkskona og sögur sunnan jökla

Sögur af landi - En podkast av RÚV

Við hefjum þáttinn á ferðalagi um Oddeyrin á Akureyri og forvitnumst um fyrirhugaða bók um hús og fólk á Eyrinni. Þau Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnór Bliki Hallmundsson standa að verkefninu. Því næst er ferðinni heitið til handavinnukennarans og leiðsögumannsins Ragnheiðar S. Jóhannsdóttur á Hvammstanga sem býður upp á handverksferðir og námskeið fyrir erlenda ferðmenn. Að lokum verður flutt brot úr þættinum Sunnan jökla frá 1979 í umsjón Magnúsar Finnbogasonar þar sem rætt er við þá Sigurð Eggertsson á Efri Þverá í Fljótshlíð og Þráinn Þorvaldsson í Oddakoti um ungmennafélög á svæðinu. Efni í þáttinn unnu Þórgunnur Oddsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir