Gallerí Listasel á Selfossi og rannsóknir á sérkennilegu fólki

Sögur af landi - En podkast av RÚV

Við hefjum þáttinn í nýja miðbænum á Selfossi. Þar heimsækjum við listagalleríið Listasel sem staðsett er í húsi sem endurgert var eftir Hótel Gullfossi, húsi sem reist var árið 1905 í Hafnarstræti 100 á Akureyri. Við spjöllum við galleríeigandann Ólöfu Sæmundsdóttur og inn í frásögnina fléttast sögur af brennuvörgum og listmálaranum Tryggva Ólafssyni. Í lok þáttar er ferðinni heitið til Reykjavíkur þar sem Halla Ólafsdóttir ræðir við sagnfræðinginn Marín Árnadóttur. Marín hefur undanfarin ár skoðað sérkennilegt fólk í skriflegum heimildum, og lauk nýlega meistaraverkefni sínu um sérkennilegt fólk. Við forvitnumst um rannsóknir hennar og hvað geri fólk sérkennilegt. Viðmælendur í þættinum eru Ólöf Sæmundsdóttir, galleríeigandi og leirlistakona, og Marín Árnadóttir, sagnfræðingur. Einnig er endurflutt brot úr viðtali Jónasar Jónassonar frá árinu 1989 við listmálarann Tryggva Ólafsson í Kaupmannahöfn. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir