Rauða borðið: Borgarpólitík, stefnuræða, voðaverk, fjölmiðlar, Þorsteinn Pálsson og raddir fólks
Rauða borðið - En podkast av Gunnar Smári Egilsson

Fimmtudagur 10. febrúar Borgarpólitíkin, stefnuræða Kristrúnar, voðaverk í Svíþjóð, fjölmiðlar, Þorsteinn Pálsson og raddir almennings Við hefjum leik á greiningu á stefnuræðu hins unga forsætisráðherra á Alþingi, Kristrúnar Frostadóttur. Fjallað verður um síðustu vendingar í stöðu borgarmálanna eftir að Einar Þorsteinsson framdi valdarán gegn sjálfum sér eins og einhver orðaði það. Munu sósíalistar hreppa borgarstjórastólastól Einars er ein spurningin. Jón Óðinn Waage er Akureyringur sem býr í Svíþjóð. Hann lýsir hvernig nánast tilviljun bjargaði því að dóttir hans slapp við að lenda í skotlínu fjöldamorðingjans í Örebro. Hundingjarnir fara á stjá og ræða um stjórnmál á götum úti. Að þessu sinni fær fólkið í borginni að pæla í borgarstjórninni og nýjum borgarstjóra. Hinn gamalreyndi Sigurjón Magnús Egilsson ræðir við fyrrum forsætisráðherra, Þorstein Pálsson um pólitík og þjóðfélagið. Og Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, sem er ekki á facebook, upplýsir hvers vegna - samhliða því að fjalla um ýmis siðferðisleg álitamál er varða fjölmiðla og stjórnmálafólk. Rauða borðið hefst á Samstöðinni klukkan 20 í kvöld – í beinni útsendingu.