Rauða borðið 9. des: Brottvísanir, gul verkalýðsfélög, Sýrland, kosningar, goðsagnir og ópera
Rauða borðið - En podkast av Gunnar Smári Egilsson

Mánudagur 9. desember Brottvísanir, gul verkalýðsfélög, Sýrland, kosningar, goðsagnir og ópera Sigurður Pétursson sagnfræðingur segir okkur frá gulum verkalýðsfélögum og Sigurlín Bjarney Gísladóttir kennari um áhrif brottvísana flóttafólks á þau sem hafa kynnst þessum einstaklingum. Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði segir okkur frá valdaskiptum í Sýrland og Tómas Ellert Tómasson fyrrum bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg efast um að kosningalög og umbúnaður kosninga á Íslandi sér lýðræðislegur. Ingunn Ásdísardóttir um norrænar goðsagnir í nýju ljósi en hún fjallar um þetta í nýrri bók: Jötnar hundvísir. Þær Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og menningarfræðingur og Katrín Harðardóttir, þýðandi og glimmermótmælandi koma og ræða stríð, mótmæli og byltingu í radio gaza. Ragnar Pétur Jóhannsson bassi, Sólveig Sigurðardóttir sópran, Áslákur Ingvarsson baríton og Þórhallur Auður Helgason tenór segja okkur frá Rakaranum í Sevilla og erindi óperunnar til okkar tíma.