Rauða borðið 3. mars: Trump, efnahagurinn, spillingin, Rússland, Anora og einræðisþrá

Rauða borðið - En podkast av Gunnar Smári Egilsson

Mánudagur 3. mars Trump, efnahagurinn, spillingin, Rússland, Anora og einræðisþrá Við ræðum Trump á bolludegi. Fyrst ræðir Gunnar Smári við Þorvald Gylfason prófessor í hagfræði um áhrif stefnu Trump á efnahag heimsins. Hver er stefna Trump og er hún til eftirbreytni? Gunnar Smári ræðir einnig við Jón Ólafsson prófessor í heimspeki um áhrif stefnu Trump á stöðu Rússlands. Í millitíðinni ræðir Björn Þorláks við Henry Alexander Henrysson um hvort brotthvarf Bjarna Benediktssonar boði siðbót, um biðlaun Ragnars Þórs Ingólfssonar og önnur siðræn álitamál. Árni Sveinsson kvikmyndaleikstjóri, Lóa Björk Björnsdóttir útvarpskona og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur ræða við Gunnar Smára um Óskarsverðlaunamyndina Anora og María Lilja ræðir við Ásu Lind Finnbogadóttur kennara og Völu Árnadóttur formann Samtaka grænkera um um hlutverk kvenna og pólitík dagsins í dag. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur ræðir um helstu ógnir lýðræðis í dag við Oddnýju Eir um einræðisþrá tæknirisanna í Kísildalnum, um auðlindastríð og hernaðarlega nýsköpun.