Rauða borðið 17. sept - Pólitískur skjálfti, mótmæli, breytt veðurkerfi og hávaði

Rauða borðið - En podkast av Gunnar Smári Egilsson

Þriðjudagurinn 17. september Pólitískur skjálfti, mótmæli, breytt veðurkerfi og hávaði Við Rauða borðið í kvöld ræðir Sigurjón Magnús Egilsson við þingmann og blaðamann um stöðu ríkisstjórnarinnar í kjölfar gríðarlegrar ólgu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar fatlaða drengsins Yazan. Þeir Björn Leví Gunnarsson pírati og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður verða gestir Sigurjóns. Gunnar Smári Egilsson ræðir við fjölda mótmælenda sem hafa staðið vaktina í andófi gegn brottvísun Yazan. Þau Anna Lára Steindal, Daníel Þór Bjarnason, Kristbjörg Arna Elínardóttir Þorvaldsdóttir, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp og Pétur Eggerz Pétursson ræða baráttu fyrir mannréttindum og samkennd. Hvert veðurmetið á fætur öðru hefur verið slegið undanfarið. Áleitin spurning er hve mikil áhrif loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa á veðrið og aðra þætti mannlegrar tilveru. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kemur og ræðir stóru spurningarnar við Björn Þorláks. Rauða borðinu lýkur svo með spjalli við Daða Rafnsson, meðlim samtaka sem berjast gegn óþörfum hávaða við Reykjavíkurflugvöll. Auðmannadekur ber á góma.