Rauða borðið 11. mars - Breytt staða, húsnæðismarkaður, rektor, símabann, Auður Haralds, samræðan og karlar

Rauða borðið - En podkast av Gunnar Smári Egilsson

Þriðjudagur 11. mars Breytt staða, húsnæðismarkaður, rektor, símabann, Auður Haralds, samræðan og karlar Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, prófessor við Háskólann á Bifröst, ræðir við Björn Þorláks um gjörbreytta stöðu sem blasir við íslensku ríkisstjórninni vegna utanríkismála. Allar líkur eru á því að aðstæður hafi áhrif á ESB-áhuga Íslendinga. Sigurður Stefánsson framkvæmdastjóri Aflvaka greinir hvernig húsnæðismarkaðurinn ýtir undir misskiptingu auðs í samtali við Gunnar Smára. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, er síðasti frambjóðandinn til rektors sem mætir í spjall til Gunnars Smára um háskólann og stöðu hans í samfélaginu. Barnamálaráðherra hefur boðað símabann í öllum grunnskólum landsins frá og með næsta hausti. En er það raunhæft? Björn Gunnlaugsson skólastjóri Laugalækjarskóla og Skúli Bragi Geirdal hjá Fjölmiðlanefnd eru ekki á einu máli - Björn Þorláks ræðir við þá. Auður Jónsdóttir rithöfundur og blaðakona, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og pistlahöfundur og Katrín Axelsdóttir málfræðingur segja Gunnari Smára frá Auði Haralds, sem var frumkvöðull í bókmenntum og textasmíð og óheyrilega fyndin. Vilhjálmur Árnason, heimspekiprófessor emeritus við Háskóla Íslands, ræðir um mátt samræðu og friðarviðræðna á myrkum tímum ofbeldis og stríð og segir frá sinni reynslu af því að gagnrýna og koma á fót samræðu um samfélagið. María Lilja ræðir við karlmenn á krossgötum, tónlistarmennirnir og metal-hausarnir Birkir Fjalar Viðarsson í Adapt og Karl Thorsten Ställborn Skratti ræða karlmennsku sína og samfélagsins.