Rauða borðið 10. mars: Ríkisútvarpið, rektorskjör, blaðamannaverðlaun, rödd almennings og kukl
Rauða borðið - En podkast av Gunnar Smári Egilsson

Rauða borðið mánudaginn 10. mars 2025 Ríkisútvarpið, rektorskjör, blaðamannaverðlaun, rödd almennings og kukl verður á dagskrá Samstöðvarinnar í kvöld. Við hefjum leik við Rauða borðið með þeim Ragnari Sigurði Kristjánssyni, hagfræðingi hjá Viðskiptaráði og Stefáni Eiríksson útvarpsstjóra. Á RÚV að víkja af auglýsingamarkaði? Er Rúv bleiki fíllinn sem er að lama einkarekna fjölmiðlun í landinu? Björn Þorláks stýrir umræðunni. Gunnar Smári Egilsson ræðir við Silju Báru R. Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur boðið sig fram til rektors Háskólans. Háskólinn er á margskonar tímamótum, hvernig vill Silja Bára að brugðist verði við? Við heyrum raddir fólksins í landinu. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir við fólk á förnum vegi um varnarmál Íslendinga og utanríkismál. Þá ber tugþraut einnig á góma. Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem stýrir dómnefnd um blaðamannaverðlaun, ræðir verðlaunin ásamt blaðamönnunum Maríu Lilju, Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Birni Þorláks. Afhending verðlaunanna fer fram á miðvikudag. Og María Lilja endar þáttinn með samræðu um kukl við Guðrúnu Tinnu Thorlacius. Þær ræða hulduheima og talnaspeki og spá í tarotspil.