Rasismi, rúmdýnur, Grindavík og framhaldsskólakrakkar

Rauða borðið - En podkast av Gunnar Smári Egilsson

Hvöss gagnrýni á vendingar í innflytjendamálum, stytting náms til stúdentsprófs sem hryðjuverk og stormasamt viðtal við Jón Steinar Gunnlaugsson er meðal efnis við Rauða borðið í kvöld. Drífa Snædal, talskona Kvennaathvarfsins, ríður á vaðið sem fyrsti viðmælandi Samstöðvarinnar í beinni útsendingu klukkan 20 í kvöld. Umræðuefnið er rasismi, innflytjendamál og staða VG. Lífið í Grindavík verður á dagskrá. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum hæstaréttardómari ræðir opnun bæjarins sem hann þakkar málsókn sem hann sinnti fyrir Grindvíking. Hann segir morgunljóst að lokun bæjarins hafi verið brot á stjórnarskrá. Ársæll Guðmundsson, skólameistari sem var yfir námstímanefnd sem stytti nám til stúdentsprófs, skýrir sjónarmiðin að baki hinum umdeildu breytingum. Fyrrverandi kennari við Menntaskólann á Akureyri verður á línunni en hann kallar styttinguna hryðjuverk. Vilmundur Möller Sigurðsson slær svo botninn í þáttinn en hann heldur fram að tugþúsundir Íslendinga sofi illa vegna kemískra efna í rúmdýnum.