Okur, svik, heilbrigðiskerfið, pönk og hugaríþróttir
Rauða borðið - En podkast av Gunnar Smári Egilsson

Rauða borðið 28. febrúar Okur, svik, heilbrigðiskerfið, pönk og hugaríþróttir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kemur og ræðir nokkur sláandi álitamál auk svartrar skýrslu þar sem tjón íslenskra neytenda hleypur á ríflega 60 milljörðum vegna ætlaðrar sviksemi skipafélaga. Við spyrjum hann líka hvort það sé eðlilegt að einn flugmiði aðra leiðina innanlands kosti 50.000 kall. Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur kemur til okkar og segir frá innflytjendum, hælisleitendum og heilbrigðiskerfinu. Er kerfið að sligast undan álagi vegna fólks frá öðrum þjóðum? Taugadeildin var skammlíf síð-pönksveit sem hefur nú vaknað aftur til lífsins. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur er einn meðlima og segir okkur frá gildi pönksins og hverju það breytti. Matthías Imsland slær botninn í þáttinn en hann stýrði áður flugfélögum og gegndi aðstoðarmennsku fyrir ráðherra en er nú með bridds á heilanum.