Meta, jarðhræringar, Eurovision, leiguverð og kennarar

Morgunútvarpið - En podkast av RÚV

Samfélagið fór hér um bil á hliðina í gær þegar að Facebook og Messenger lágu niðri í um það bil klukkutíma. Hvað gerðist og þurfum við að hafa áhyggjur af stóra gagnalekanum í nálægri framtíð? Tryggvi Freyr Elínarson stjórnandi hjá Datera ræddi málið við okkur. Rétt þegar við teljum okkur vera farin að átta okkur á takti móður jarðar ákveður hún að slá nýjan. Eða þannig. Hvað gerðist um helgina á Reykjanesskaga og hvers vegna er jörð farin að skjálfa við fagradalsfjall? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur kom til okkar. Við ætlum síðan að halda áfram að ræða söngvakeppni og Eurovision eftir átta fréttir í dag þegar við ræddum við Val Gunnarsson, sagnfræðing, um söguleg tengsl stjórnmála og keppninnar. Í nýbirtum tölum húsnæðis og Mannvirkjastofnunar kemur fram að staða fjölskyldufólks á leigumarkaði hafi versnað. Guðmundur Hrafn Arngrímsson Formaður leigjendasamtakanna kemur til okkar. Hann snerti á málinu að einhverju leiti í skoðanapistli á Vísi í gær sem bar fyrirsögnina Sturlaðar arð­semis­kröfur leigu­sala grafa undan lífs­kjörum leigj­enda. Í gær var greint frá því að stjórn Menntaskólans að Laugarvatni hafi samið um starfslok við kennara eftir ummæli hans um söngvarann Bashar Murad sem voru gagnrýnd harðlega. Í tilkynningu sagði að sú orðræða sem hann hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. Við ræddum þetta mál, og önnur svipuð sem upp hafa komið, við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, og spyrja hvort og þá hvaða kröfur eigi að gera til samfélagsmiðlanotkunar kennara. Lagalistinn: Elín Ey - Ekkert mál (Hljómskálinn). McKenna, Declan - Slipping Through My Fingers. Green Day - Wake Me Up When September Ends. EGILL ÓLAFSSON - Ekkert þras (ásamt Moses Hightower, Lay Low og Högna). PEGGY GOU - (It Goes Like) Nanana. Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Fjöllin og fjarlægðin. Jamala - 1944 (Úkraína Eurovision 2016). Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit). Vampire Weekend - Capricorn.