Herskylda í Danmörku, nýir kynjakvótar, dýrasta einbýlið, dauði stefnumótaforrita og hatursorðræða

Morgunútvarpið - En podkast av RÚV

Elín Margrét Böðvarsdóttir verður á línunni frá Kaupmannahöfn í upphafi þáttar en dönsk stjórnvöld greindu frá því í gær að framlög til varnarmála yrðu aukin verulega og þá var lagt til að herskylda myndi einnig ná til kvenna og vera lengd úr fjórum mánuðum í ellefu. Sum fá grænar bólur af því að heyra á kynjakvóta minnst á meðan önnur vilja sjá gripið oftar til þeirra. Eitt er á hreinu og það er að Ísland er í 54. sæti í heiminum þegar að kemur að jöfnum tækifærum kynjanna til stjórnunarstarfa og ákvarðanatöku í atvinnulífinu. Við ræðum málið við Ástu Dís Óladóttur prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Í gær var greint frá því að einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ sem selt var fyrir 850 milljónir króna á dögunum sé líklega dýrasta einbýlishús sem selst hefur hér á landi. Við ætlum að ræða söluna og setja hana í samhengi með Moniku Hjálmtýsdóttur, formanni Félags fasteignasala. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, verður gestur okkar eftir áttafréttir þegar við ræðum skýrslu fjármálastöðugleikanefndar, kjarasamninga og stöðu fyrirtækja. Heyra stefnumótaforrit brátt fortíðinni til? Það er margra milljón dollara spurningin sem hangir í loftinu um þessar mundir. Ja, eða 40 milljarða dollara spurningin nánar til tekið. Hlutabréf Match og Bumble (sem eiga hér um bil allan stefnumótaforritamarkaðinn í Bandaríkjunum) hafa dalað sem nemur þeirri upphæð frá 2021. Tryggvi Freyr Elínarson stjórnandi hjá Datera kemur í spjall um málið. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræður og dósent við Háskóla Íslands, verður gestur okkar í lok þáttar. Við ætlum að ræða hryðjuverkaógn og hatur hér á landi. Tónlist: Childish Gambino - Redbone. HJÁLMAR - Leiðin okkar allra. TLC - Unpretty. Úlfur Úlfur Hljómsveit - Myndi falla. Flott - Við sögðum aldrei neitt. JÓHANN HELGASON - She's Done It Again. INSPECTOR SPACETIME & UNNSTEINN - Kysstu mig (feat. Unnsteinn).