Tæknivarpið – Ný borðtölva og skjár frá Apple
Hlaðvarp Heimildarinnar - En podkast av Heimildin
Tæknivarpið rennir yfir það besta úr kynningu Apple sem fór fram í vikunni og til þess fáum við draumaliðið í settið. Pétur Jónsson og Hörður Ágústsson mæta og segja okkur sannleikann um ný tæki frá Apple. Apple kynnti nýja liti fyrir iPhone 13 og 13 Pro, iPhone SE símann, iPad Air spjaldtölvuna, M1 Ultra örgjörvann, Mac Studio borðtölvuna og Studio Display skjáinn. Þessi þáttur er í boði Macland sem mun selja þessi tæki strax og það getur! Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.
