Samtal við samfélagið – Fjölskyldur á Íslandi

Hlaðvarp Heimildarinnar - En podkast av Heimildin

Podcast artwork

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Guðnýju Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Guðný lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Gautaborg árið 2005 og hefur verið mjög öflug í rannsóknum á íslenskum foreldrum, fjölskyldum og fjölskyldustefnu um árabil. Þær Sigrún ræða um hvernig stuðning íslenskar fjölskyldur fá frá ríkisvaldinu, hvernig hann hefur þróast og hvernig hann er í samanburði við önnur Norðurlönd. Guðný hefur skoðað reynslu foreldra og sérstaklega feðra og segir hún okkur frá þeim rannsóknum. Og auðvitað setja þær Sigrún og Guðný hlutina í stærra samhengi, ræða tengsl félagsfræði og félagsráðgjafar sem og hvað fjölskyldufélagsfræði er og af hverju það er mikilvægt að skilja og rannsaka fjölskylduna sem eina grundvallarstofnun samfélagins.