Sumarútgáfa: Skemmtanaiðnaðurinn

Heimskviður - En podkast av RÚV - Lørdager

Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í öðrum sumarþættinum er skemmtanaiðnaðurinn. Óskarsverðlaunin veitt 9.febrúar, í 92. sinn. Það er ekki ósennilegt að stór hluti þjóðarinnar verði óútsofinn í vinnu og skóla á mánudag, þau sem vilja fylgjast með því hvort Hildur Guðnadóttir bæti ekki síðustu og stærstu verðlaununum í ríkulega uppskeru sína síðastliðnar vikur og mánuði. En saga Óskarsins er löng, og þau eru mörg sem hafa sett mark sitt á hana með eftirminnilegum hætti. Við fjöllum um sögu Óskarsverðlaunanna, sem nær allt aftur til ársins 1929. Þá voru fimmtán listamönnum veitt verðlaun fyrir árangur á sviði kvikmynda við hátíðlega athöfn sem tók fimmtán mínútur. Og þar kom lítið á óvart því búið var að tilkynna um siguvegarana í blöðunum þremur mánuðum fyrr. Þá er einnig fjallað um hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan, sem dórgu sig í hlé frá embættisverkum á vegum bresku konungsfjölskyldunnar. Loks er fjallað um möguleg endalok Simpson-fjölskyldunnar. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.