Sumar-Heimskviður / Týndu börnin í tónlistarmyndbandinu og örlög Duffy
Heimskviður - En podkast av RÚV - Lørdager
Kategorier:
Árið 1993 kom út tónlistarmyndband við lagið Runaway Train með bandarísku hljómsveitinni Soul Asylum. Í myndbandinu voru sýndar myndir af börnum sem lýst hafði verið eftir. Mörg þeirra gáfu sig fram í kjölfar sýningar myndbandsins auk þess sem vinsældir myndbandsins skiluðu því að vitað varð um afdrif margra barnanna til viðbótar. Birta fjallaði um þetta áhrifaríka tónlistarmyndband og tók viðtal við söngvara Soul Asylum, Dave Pirner. Við rifjuðum líka upp örlög söngkonunnar Duffy í vetur. Duffy, sem þekktust er fyrir lag sitt Mercy, virtist hafa horfið nær alveg úr sviðsljósinu aðeins örfáum árum eftir að ferill hennar sprakk út fyrir um fimmtán árum. Það sem enginn vissi, og hún opinberaði mörgum árum síðar, var að hún varð fyrir grimmilegri frelsisviptingu og kynferðisofbeldi um nokkurra vikna skeið af. Þessi ömurlega lífsreynsla hafði þau áhrif á Duffy að hún lokaði sig af og það tók hana um áratug að ná bata. Oddur Þórðarson fjallaði um málið.