Sumar-Heimskviður / Framtíð Kristjaníu og bruninn í Børsen

Heimskviður - En podkast av RÚV - Lørdager

Við ætlum að vera í Danmörku í SumarHeimskviðum dagsins og ætlum að byrja í Kristjaníu. Þetta er umfjöllin frá því í desember þegar Hallgrímur Indriðason fór með okkur á Pusherstræti. Fyrr á þessu ári var kannabissölu hætt alfarið í fríríkinu, en þessi umfjöllun var unnin í aðdraganda þess. Annað stórt fréttamál frá Danmörku var í vor þegar við fylgdumst mörg með hinni sögufrægu byggingu Børsen brenna í fréttum. Byggingin sem fæst okkar hafa líklega komið inn í nema við höfum átt erindi við viðskiptaráð Danmerkur undanfarin ár, eða þar áður lagt leið okkar í kauphöll landsins. En bygginguna hafa flest sem hafa rölt um stræti Kaupmannahafnar séð. Hún skar sig úr, ekki síst vegna drekaturnspíru sem teygði sig upp af húsþakinu, en er nú hruninn. Oddur Þórðarson vann umfjöllun um Børsen.