80 | Rodrigo Duterte og blóðsýni Elizabeth Holmes
Heimskviður - En podkast av RÚV - Lørdager
Kategorier:
Í þessum þætti er fjallað um komandi baráttu um forsetastólinn á Filippseyjum og manninn sem ætlar að láta af embættinu eftir sex ára skrautlega valdatíð. Rodrigo Roa Duterte fæddist í mars árið 1945 í borginni Maasin á eyjunni Suður-Leite, einni af þeirri ríflega sjö þúsund og sex hundruð eyjum sem teljast til Filippseyja. Hann hefur verið forseti landsins í fimm ár af þeim sex sem kjörtímabil í landinu telja. Dauðasveitirnar, DDS, eða Davao Death Squat, sem Duterte kom á laggirnar í landinu áttu upphaflega berjast gegn skæruliðasamtökum kommúnista í Davao-héraði, en með tíð og tíma, og með blessun Dutertes, fór athyglin að beinast að þeim sem hann taldi óæskileg, smákrimmar, fíkniefnasalar og götubörn.. Það átti að hreinsa upp Davao, og samkvæmt rannsókn Amnesty International tóku dauðasveitirnar í Davao yfir 300 manns af lífi á árunum 1998 til 2005. Á árunum 2005 til 2008 jukust þessar aftökur svo til muna, en yfir 700 voru myrt af dauðasveitunum þar í borg á þessum þremur árum. Þá hafa ýmis ummæli Dutertes vakið heimsathylgi og litla hrifningu, hann hefur meðal annars líkt sjálfum sér við Adolf Hitler. En nú segist Duterte ætla að láta af embætti, ein þeirra sem orðuð er við forsetaembættið er dóttir hans, Sara Duterte-Carpio. Svo gæti farið að mótframbjóðandi hennar væri maður að nafni Ferdinand Marcos yngri, faðir hans, Ferdinand Marcos eldri fór með völdin á Filippseyjum í um tuttugu ár áður en honum var steypt af stóli árið 1986 eftir stjórnartíð sem einkenndist af grimmd og spillingu. Fyrir um sex árum var bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elizabeth Holmes ein skærasta stjarnan meðal framafólks Kísildalsins. Fyrirtæki hennar, Theranos, var í þann mund að gjörbylta læknavísindum með nýrri tækni til að greina sjúkdóma með blóðsýni. Aðeins þyrfti lítinn blóðdropa úr fingri og lítið tæki til þess að greina allt frá kólestrólmagni til krabbameins á örskotsstundu og það heima í stofu. Margir af helstu og ríkustu fjárfestum Bandaríkjanna höfðu galopnað veski sín og lagt fram fleiri hundruð milljónir dollara í starfsemi Theranos en virði fyrirtækisins var á tímabili rúmlega 9 milljarða dollara virði. Bak við tjöldin var þó allt önnur saga. Tæknibylting Theranos reyndist vera svikamylla og nú sex árum frá hátindi sínum situr Elizabeth Holmes í réttarsal og á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm fyrir fjársvik. En hvernig gat blekking Holmes gengið svona langt og hvers er að vænta úr réttarhöldunum? Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um h