61 | Bobi Wine, fjölmiðlar, og Covid-19 gagnagrunnur

Heimskviður - En podkast av RÚV - Lørdager

Í Heimskviðum vikunnar er fjallað um forsetakosningarnar í Úganda, sem fram fóru 14. janúar síðastliðinn. Tónlistarmaðurinn Bobi Wine hlaut einungis 38% atkvæða og því heldur forsetinn Yoweri Musveni velli, en hann hefur setið á forsetastóli síðastliðin 35 ár. Bobi Wine hef véfengt niðurstöður kosninganna og það hafa alþjóðleg mannréttindasamtök gert líka. Guðmundur Björn segir frá. Care International eru hjálparsamtökin voru stofnuð árið 1945, og eru því ein elstu starfandi hjálparsamtök í heiminum. Þau berjast fyrir því að uppræta fátækt í heiminum og beita alls kyns meðölum í baráttunni. Þau gáfu út áhugaverða skýrslu á dögunum þar sem umfjöllun í fjölmiðlum er rýnd. Niðurstaða skýrslunar sýnir að ýmsar fréttir á síðasta ári hafi skyggt allhressilega á fregnir af vestu mannúðarkrísunum sem ríkja í heiminum. Birta Björnsdóttir fjallar um málið Í vikunni fór tala staðfestra kórónuveirusmita í heiminum yfir eitt hundrað milljónir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðssérfræðingur hjá Marel, sem heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn, telur að raunveruleg tala smita sé á fimmta hundrað milljóna. Bogi Ágústsson ræðir við hann um farsóttina, mismunandi leiðir þjóða til að verjast veirunni, sænsku aðferðina svonefndu og fleira um COVID-19. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.