6 | Deilur Bandaríkjanna og Íran, Amazon-eldar og Abbey Road
Heimskviður - En podkast av RÚV - Lørdager
Kategorier:
Í sjötta þætti Heimskviðna er fjallað drónaárásir Írana, eða Jemena, það fer eftir því hverjum þið trúið - á olíuvinnslustöðvar í Sádí Arabíu. Málið er sem olía á eld milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Írana. Þá fjallar Hallgrímur Indriðason um elda í regnskógum Amazon í Suður-Ameríku - aðallega Brasilíu - sem hafa vakið meiri athygli nú en oft áður. Eldar hafa reyndar brunnið í skógunum árum saman, ýmist af mannavöldum eða af náttúrulegum orsökum. En nú eru áhyggjur manna meiri af áhrifum eldanna á loftslag heimsins. Og svo er það pólitíkin, forseti Brasilíu er harðlega gagnrýndur fyrir að hafa dregið úr aðgerðum stjórnvalda til að vernda skóginn. Svo er það Abbey Road, síðasta platan sem Bítlarnir hljóðritðu allir saman. Samband Bítlanna hafði oft verið betra, og Yoko Ono lá í hjónarúmi inni í hljóðverinu á meðan platan var tekin upp. Ásgeir Tómasson rifjar þessa sögu upp því í næstu viku verða 50 ár liðin frá því Abbey Road kom út. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.