26 | COVID-19, morðingi Olof Palme og trúarleiðtogi Trumps

Heimskviður - En podkast av RÚV - Lørdager

Í tuttugasta og sjötta þætti Heimskviðna er fjallað COVID-19, kórónaveiruna sem fer sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Fleiri en 80 þúsund manns hafa sýkst af henni og tæplega þrjú þúsund látið lífið af völdum hennar. Er heimsfaraldur í vændum eða er COVID-19 stormur í vatnsglasi? Guðmundur Björn fjallar um málið. Í dag eru 34 ár frá því forsætisráðherra Svíþjóðar, Olof Palme, var myrtur í miðborg Stokkhólms. Við tók ein umfangsmesta lögreglurannsókn sögunnar sem hefur litlu sem engu skilað. Saksóknarar segjast vita hver myrti Palme og boða ákæru á næstu vikum, en talið er að glæpasagnahöfundurinn Stieg Larsson, sem rannsakaði morðið í tæp tuttugu ár, hafi komið lögreglu á slóðina, Suðurafríkuslóðina eins og Larsson kallaði hana. Bjarni Pétur Jónsson rifjar upp söguna og segir frá nýjum vísbendingum í málinu. Sjónvarpsprédikarinn Paula White er náinn samstarfsmaður og ráðgjafi Bandaríkjaforseta í trúmálum, og fyrsta konan sem flutt hefur bænina þegar Bandaríkjaforseti sver embættiseiðinn. En White er umdeild, alveg eins og maðurinn sem hún vinnur fyrir. Birta Björnsdóttir segir okkur meðal annars hvers vegna. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.