197 - Vísindakirkjan, Navalní og kosningabaráttan í USA

Heimskviður - En podkast av RÚV - Lørdager

Shelly Miscavige, einginkona valdamesta manns vísindakirkjunnar og hægri hönd hans, hefur ekki sést í sautján ár og enginn veit hvar hún er niðurkomin nema innvígðir í kirkjunni. Leikkonan þekkta Leah Remini, vinkona hennar, sem hrökklaðist úr Vísindakirkjunni fyrir það að hafa spurt eftir Shelly í brúðkaupi Tom Cruise, berst við kirkjuyfirvöld til að reyna að ná tali af Shelly, en allt kemur fyrir ekki. Það ætlar að reynast stjórnvöldum í Rússlandi erfitt að þagga niður í stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny. Eftir að hann var fangelsaður tókst honum að koma texta til lögmanns síns og þeir voru svo birtir á samfélagsmiðlum. Hann lést í fangelsi fyrr á árinu. Þar skrifaði hann ævisögu sína á blöð sem lögmanni hans tókst einnig að koma burt úr fangelsinu. Ævisagan var gefin út á mörgum tungumálum fyrir rúmri viku. Þá má því segja að dauðinn hafi ekki stoppað hann í að koma andstöðu sinni við rússnesk stjórnvöld á framfæri.