168 - Saga Húta og Jemen og staða grænlenskunnar

Heimskviður - En podkast av RÚV - Lørdager

Árásir Húta á Rauðahafi og árásir Bandaríkjamanna og Breta á Húta á móti hafa verið talsvert í fréttum það sem af er þessu ári og enginn friður í augsýn þar frekar en annars staðar í þessum heimshluta núna. Tilgangur þeirra árása, að sögn Húta er að hamla hefbundnum vöruflutningum til Ísraels þar til íbúum Gaza verði tryggðar alllar nauðsynjar á borð við mat, drykk og lyf. Hútar nota þessar aðferðir sömuleiðis til að mótmæla aðgerðum Ísraelshers og bandamanna þeirra gegn Palestínumönnum á Gasa. Við vildum kynna okkur betur sögu Hútanna og ástæður þess að þeir blanda sér með jafn afgerandi hætti í átökin. Birta Björnsdóttir fjallar um sögu Hútanna og ástandið í Jemen og ræðir við Þóri Jónsson Hraundal, lektor í Mið-austurlandafræðum við Háskóla Íslands. Það er víðar en á Íslandi sem fólk hefur áhyggjur af áhrifum aukinnar snjalltækjanotkunar barna á móðurmálskunnáttu þeirra. Við ætlum að kynna okkur stöðu mála á Grænlandi. Þar þrengir ekki aðeins að grænlensku vegna áhrifa frá ensku, heldur líka dönsku. Þrátt fyrir að grænlenska hafi í nokkur ár verið opinbert tungumál þar, er danskan enn fyrirferðamikil. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræðir við formann mannréttindaráðs Grænlands sem týndi niður grænlenskukunnáttu sinni á fyrstu árunum í grunnskóla. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.