16 | Skógareldar í Ástralíu, forval Demókrata og baráttan við Trump

Heimskviður - En podkast av RÚV - Lørdager

Í sextánda þætti Heimskviðna förum við til Ástralíu. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður, er búsett þar um þessar mundir og flytur hún okkur pistil um fordæmalausa skógarelda sem hafa geisað í landinu síðustu vikur, og ekkert lát er á. Það er ekki síst umfang eldanna og tímasetningin sem er fordæmalaus en í Ástralíu er sumarið rétt að byrja og og heitasti og þurrasti tíminn fram undan. Halla fór á stúfanna og ræddi við heimamenn um ástandið, og Íslendinga sem eru búsettir í nágrenni Sydney. Þann 3. nóvember á næsta ári fara fram forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þau eru þó nokkur sem ætla að freista þess að ná embættinu af sitjandi forseta fyrir hönd Demókrata. En tölfræðin er Trump í hag, meirihluti þeirra Bandaríkjaforseta sem sóst hafa eftir endurkjöri hafa haft erindi sem erfiði. En hvaða fólk er þetta sem vill verða keppinautar Trumps? Eiga þau möguleika? Og hvernig verður kosningabaráttan? Birta og Guðmundur Björn fjalla um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.