Hvíta gullið á Grænlandi og árásir Trumps á Úkraínuforseta
Heimsglugginn - En podkast av RÚV - Torsdager

Kategorier:
Danmarks Radio hefur tekið úr birtingu „Grønlands hvide guld“, umdeilda heimildarmynd um kríólítvinnslu á Grænlandi. DR rak einnig ritstjóra sem bar ábyrgð á henni. Myndin var gagnrýnd meðal annars fyrir að rugla saman hagnaði af kríólítvinnslunni og veltu í rekstrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fer mikinn í árásum á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu, kallar hann einræðisherra og segir hann bera ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. Zelensky segir Trump vera í heimi rússneskrar upplýsingaóreiðu. Evrópskir leiðtogar hafa til þessa verið tregir við að andmæla röngum staðhæfingum Bandaríkjaforseta en Keir Starmer hringdi í Zelensky til að lýsa stuðningi við hann og Mette Frederiksen sagðist ekki skilja þessa árás á lýðræðislega kjörinn forseta Úkraínu. Í lokin heyrðum við Chris Rea flytja lag sitt The Road to Hell.