Hótanir Trumps um að beita hervaldi til að ná Grænlandi undir Bandaríkin.
Heimsglugginn - En podkast av RÚV - Torsdager
Kategorier:
Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna segist ekki geta útilokað að beita hervaldi eða efnahagslegum aðgerðum til að ná Grænlandi og Panama undir yfirráð Bandaríkjanna. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu Grænlandsmál við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Bandaríkjamenn hafa raunar haft herstöðvar á Grænlandi síðan 1951 samkvæmt varnarsamningi milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Rætt var um afstöðu Grænlendinga og möguleika á sjálfstæði, einnig um viðbrögð við yfirlýsingum Trumps í Danmörku, á Grænlandi og víðar.