Friðarráðstefna í Reykjavík, breskir Íhaldsmenn hrökkva til hægri
Heimsglugginn - En podkast av RÚV
Kategorier:
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, var gestur Heimsgluggans og ræddi friðarráðstefnu Höfða, friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, sem fer fram í Iðnó í dag. Bogi Ágústsson, Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu svo um leiðtogakjör í breska Íhaldsflokknum þar sem almennir félagar kjósa leiðtoga í stað Rishi Sunaks. Eftir kosningar í þingflokknum standa eftir Kemi Badenoch og Robert Jenrick sem bæði eru úr hægri armi flokksins. Fréttaskýrendur telja að bæði Frjálslyndir demókratar og Verkamannaflokksmenn fagni því að Íhaldsflokkurinn taki hægri beygju.