Frí í útlöndum? Um alþjóðastarf þingmanna

Heimsglugginn - En podkast av RÚV

Vilborg Ása Guðjónsdóttir var gestur Heimsgluggans. Hún er alþjóðastjórnmálafræðingur og vinnur að doktorsritgerð um þátttöku þingmanna í alþjóðastarfi. Hún segir enn eima eftir af þeirri afstöðu að slíkt starf sé „frí í útlöndum“ og að viðhorf gagnvart alþjóðastarfinu sé neikvætt og ekki borin virðing fyrir því. Marius Borg Høiby, stjúpsonur Hákons krónprins Noregs, situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á tveimur nauðgunum og öðrum alvarlegum afbrotum gegn sex konum. Málið veldur krísu í norsku konungsfjölskyldunni og stuðningur við konungdæmið hefur minnkað þó að meirihluti Norðmanna sé enn hlynntur því. Nútímakonungdæmið er rúmlega aldargamalt. Norðmenn völdu Carl Danaprins til að verða konungur Noregs 1905. Hann tók sér konungsnafnið Hákon og varð sjöundi konungurinn sem bar það nafn. Í síðari heimsstyrjöldinni urðu Hákon og Ólafur sonur hans tákn baráttunnar gegn hernámsliði Þjóðverja.