Erfið prófraun lýðræðis
Heimsglugginn - En podkast av RÚV - Torsdager
Kategorier:
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um stöðu lýðræðis og kosningar á árinu 2024. Talað hefur verið um árið sem „kosningaárið mikla“ og þegar hafa kjósendur í 67 löndum greitt atkvæði í þing- eða forsetakosningum. Í þessum löndum búa 3,4 milljarðar fólks. Áður en 2024 verður liðið verður einnig gengið til kosninga í löndum þar sem 440 milljónir búa. Þar eru forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 5. nóvember langmikilvægastar. Lýðræðið á víða undir högg að sækja, bandaríska hugvekjan Freedom House segir að þegar horft sé á kosningarétt, frelsi fjölmiðla og kúgun minnihlutahópa hafi frelsi minnkað í fleiri ríkjum en þar sem það hefur aukist undanfarin 18 ár. Einn af hverjum þremur sem kjósa árið 2024 búi í landi þar sem gæði kosninga hafa mælanlega versnað á síðustu fimm árum.