Vendingar í máli Madeleine McCann og Macron endurkjörinn
Hádegið - En podkast av RÚV
Kategorier:
Þýskur afbrotamaður á fimmtugsaldri hefur opinberlega hlotið stöðu grunaðs manns í rannsókn portúgölsku lögreglunnar í máli bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem hvarf í fjölskyldufríi á Portúgal fyrir rétt tæpum fimmtán árum þegar hún var aðeins þriggja ára. Leitin er ein stærsta sinnar tegundar. En alls kyns tilgátur og kenningar hafa verið settar fram um hvað orðið hafi af stúlkunni og hver beri ábyrgð á hvarfinu, en ekkert sem haldbært er - það er að segja - þar til nú. Við förum yfir nýjustu vendingar í málinu í fyrri hluta þáttarins. Emannuel Macron var í gær endurkjörinn forseti Frakklands, en hann hlaut tæplega 60% atkvæða í síðari umferð kosninganna, en mótframbjóðandi hans Marine Le Pen fékk ríflega fjörutíu prósent. Munurinn er öllu minni en var í kosningunum fyrir fimm árum þegar Macron fékk 66 af hundraði atkvæða. Torfi Túliníus, prófessor við Háskóla íslands og sérfræðingur í frönskum stjórnmálum, kemur til okkar í síðari hluta þáttarins, og ræðir um helstu verkefnin sem eru fram undan fyrir Macron. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.