Úkraína: Sýrlenskir sjálfboðaliðar til Úkraínu og afstaða Kína
Hádegið - En podkast av RÚV
Kategorier:
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist reiðubúinn að flytja um 20 þúsund sýrlenska sjálfboðaliða til að berjast í Úkraínu. Það er svipaður fjöldi og Úkraínumenn segja að hafi gengið til liðs við sínar sveitir erlendis frá. Munurinn er hins vegar sá að þessir sýrlensku hermenn eru þrautreyndir eftir langt borgarastríð þar sem stríðsglæpir voru framdir til að ná fram markmiðum Assad stjórnarinnar. Hvað þýðir þetta fyrir stríðið í Úkraínu og af hverju er Assad að senda herlið þangað? Gunnar Hrafn Jónsson, sérfræðingur Hádegisins í málefnum stríðsátaka, fjallar um málið í fyrri hluta þáttarins. Nú hafa kínversk stjórnvöld reynt að halda í ákveðið afstöðuleysi gagnvart innrás Rússa í Úkraínu. Segjast vilja koma í veg fyrir að olíu verði hellt á ófriðarbálið. Það er að segja, að afleiðingar innrásarinnar stigmagnist og fari frekar úr böndunum. En hvers vegna hefur þetta verið afstaða kínverskra stjórnvalda? Hvað er þar að baki? Og hvað er í húfi? Við förum yfir viðbrögð kínverskra stjórnvalda og samband þeirra við Rússland í síðari hluta þáttarins ásamt Guðbjörgu Ríkeyju Thoroddsen Hauksdóttur, doktorsnema í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.