Staðan á Sri Lanka og rannsókn á Covid-19
Hádegið - En podkast av RÚV
Kategorier:
Efnahagsástandið á Sri Lanka er afar bágborið - landið glímir við alvarlegustu efnahagsörðugleika sem þar hafa orðið frá því að það fékk sjálfstæði árið 1948. Stjórnvöldum er kennt um slæma stöðu, þau sökuð um spillingu og óstjórn. Stjórnarandstæðingar hafa krafist þess vikum saman að forseti landsins og ríkisstjórn þess segi af sér í mótmælum sem staðið hafa í meira en mánuð í landinu. Mótmælendurnir hafa að mestu verið friðsamir en þeim verið mætt af mikilli hörku: Í byrjun vikunnar réðust stuðningsmenn stjórnarinnar á óvopnaða stjórnarandstæðinga með bareflum, lögregla beitti öllum sínum úrræðum gegn mótmælendum og nú hefur varnarmálaráðuneyti Sri Lanka skipað herliði sínu að skjóta alla þá sem staðnir eru að því að brjóta lög. Við fjöllum um ástandið, mótmælin og stjórnmálin í Sri Lanka í síðari hluta þáttarins. Við hefjum þáttinn á allt öðru: Covid-umfjöllun frá níunda mars. Þá fjallaði Guðmundur Björn um nýlega rannsókn í vísindatímaritinu Nature sem vakið hefur þó nokkra athygli - En í henni kemur fram á heilinn í þeim sem hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn, getur dregist saman um allt að tvö prósent. Þá getur Covid haft langvarandi áhrif á minni og vitræna- eða skilvitlega getu, sem og lyktarskyn. Guðmundur Björn kannaði málið í kjölfar þess að hann náði sér af veirunni. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.