Sjálfboðaliðar til Úkraínu og forsetakosningar í Frakklandi
Hádegið - En podkast av RÚV
Kategorier:
Tugþúsundir alþjóðlegra sjálfboðaliða keppast um að fá að halda til Úkraínu og berjast með alþjóðadeild úkraínska hersins í stríðinu gegn Rússum. Úkraínuher hefur síðustu vikur hert inntökuskilyrðin til muna og taka nú aðeins við reyndum umsóknaraðilum. Annars hafa úkraínsk stjórnvöld lítið viljað gefa upp um alþjóðadeildina, fjölda sjálfboðaliða, þjóðerni þeirra og svo framvegis, meðal annars þar sem fjöldi ríkja heims bannar þátttöku borgara sinna í stríðinu með lögum. Við skoðum alþjóðlega sjálfboðaliða og ástandið í Úkraínu í fyrri hluta þáttarins. Hverjir fara út og hvers vegna? Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fór fram í gær. Líkt og við var búist var Emannuel Macron sitjandi forseti hlutskarpastur, en hann hlaut tæplega 28% atkvæða. Fast á hæla hans kemur svo sami frambjóðandi og Macron mætti í síðari umferð kosninganna fyrir fjórum árum, Marine Le Pen, með rúmlega 23% atkvæða. Þau tvö mætast því að nýju, aftur, að tveimur vikum liðnum. Við ræðum um átökin sem eru fram undan og kosningarnar í gær, við Torfa Túliníus, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í frönskum stjórnmálum, í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.